fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Tæplega fjórði hver fimmtugur japanskur karl er ókvæntur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 07:04

Japanski fáninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega fjórði hver japanskur karlmaður er ókvæntur þegar þeir ná fimmtugsaldri. Hjá konunum er hlutfallið ekki eins slæmt en um 14 prósent þeirra eru ógiftar þegar þær ná fimmtugsaldri.

Þetta eru niðurstöður skýrslu sem var birt á síðasta ári en staða mála miðast við árið 2015. niðurstöðurnar sýna að sífellt fleiri Japanir ganga ekki í hjónaband. Það var mannfjöldastofnun landsins sem gerði skýrsluna. Samkvæmt niðurstöðum hennar höfðu 23,37% fimmtugra karla aldrei gengið í hjónaband og var það aukning um 3,23 prósentustig frá síðustu könnun sem var gerð 2010. hjá konunum var hlutfallið 14,06% og hafði hækkað um 3,45 prósentustig frá 2010.

Þetta er mikil breyting á nokkrum áratugum því samskonar könnun, sem var gerð 1970, sýndi að þá höfðu 1,7% karla og 3,33% kvenna aldrei gengið í hjónband þegar fólkið náði fimmtugsaldri. Í tölunum eru þeir undanskildir sem hafa skilið eða misst maka sinn fyrir fimmtugt.

Sérfræðingar telja að skýringuna fyrir þessari breytingu megi rekja til minni samfélagslegra væntinga og fjárhagsáhyggja fólks þar sem sífellt fleiri séu lausráðnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú