Þetta eru niðurstöður skýrslu sem var birt á síðasta ári en staða mála miðast við árið 2015. niðurstöðurnar sýna að sífellt fleiri Japanir ganga ekki í hjónaband. Það var mannfjöldastofnun landsins sem gerði skýrsluna. Samkvæmt niðurstöðum hennar höfðu 23,37% fimmtugra karla aldrei gengið í hjónaband og var það aukning um 3,23 prósentustig frá síðustu könnun sem var gerð 2010. hjá konunum var hlutfallið 14,06% og hafði hækkað um 3,45 prósentustig frá 2010.
Þetta er mikil breyting á nokkrum áratugum því samskonar könnun, sem var gerð 1970, sýndi að þá höfðu 1,7% karla og 3,33% kvenna aldrei gengið í hjónband þegar fólkið náði fimmtugsaldri. Í tölunum eru þeir undanskildir sem hafa skilið eða misst maka sinn fyrir fimmtugt.
Sérfræðingar telja að skýringuna fyrir þessari breytingu megi rekja til minni samfélagslegra væntinga og fjárhagsáhyggja fólks þar sem sífellt fleiri séu lausráðnir.