fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Svíum brugðið vegna grófs mannráns – Settu kráku upp í munn fórnarlambsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 06:12

Hér var konunni haldið fanginni. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana sitja sex manns á ákærubekk í Lundi í Svíþjóð en fólkið er ákært fyrir mannrán og misþyrmingar á konu á þrítugsaldri. Konan var beitt mjög grófu ofbeldi og er mörgum Svíum mjög brugðið vegna málsins.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Hin ákærðu eru fjórir karlar og tvær konur. Dauðri kráku var troðið upp í munn konunnar og henni var einnig misþyrmt með hitalampa, hamri og mörgum oddhvössum hlutum. Þá var allt hárið rakað af henni. Fjórtán ára barn var vitni að hluta af misþyrmingunum.

Konunni tókst að flýja úr haldi mannræningjanna eftir rúmlega sólarhring. Á þessum sólarhring sætti hún fyrrgreindum misþyrmingum og var einnig pakkað inn í yfirbreiðslu og límband sett yfir munn hennar og hendur og fætur límdir saman.

Konan þekkir flest hinna ákærðu og telur að ástæðan fyrir ofbeldinu og brottnáminu hafi verið öfundsýki og bílslyss fyrir níu árum en þá lést karlmaður. Konan var farþegi í bílnum og var sökuð um að hafa sett slysið á svið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún