fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Hélt að hann væri að sækja 120 milljóna happdrættisvinning – Færður á brott í handjárnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Vacaville í Kaliforníu í Bandaríkjunum handtók á mánudaginn 35 ára karlmann sem er grunaður um að hafa stolið skafmiða með milljónavinningi frá sofandi herbergisfélaga sínum. Maðurinn var handtekinn þegar hann reyndi að leysa vinninginn út.

„Þetta var örugglega ekki ávinningurinn sem hann vonaðist eftir.“

Skrifaði Vacaville lögreglan á Facebooksíðu sína þar sem greint var frá því að maðurinn hefði verið hnepptur í varðhald grunaður um stórfelldan þjófnað. Lögreglan segir að hinn rétti vinningshafi, sem er nú væntanlega fyrrum herbergisfélagi hins handtekna, hafi keypt vinningsmiðann fyrir 30 dollara skömmu fyrir jól í þeirri von að vinna smá pening fyrir jólin. Vinningur var á skafmiðanum og hélt maðurinn að hann hefði unnið 10.000 dollara. Hann deildi þessum ánægjulegu fréttum með herbergisfélögum sínum tveimur.

Þegar hann fór á skrifstofu skafmiðafyrirtækisins næsta dag til að sækja vinninginn var honum sagt að enginn vinningur væri á miðanum, hann væri falsaður. Manninn grunaði strax að annar herbergisfélaga hans hefði stolið miðanum og tilkynnti lögreglunni það. Þessi grunur reyndist á rökum reistur.

Það gladdi síðan manninn en frekar þegar honum var sagt að vinningurinn var ekki 10.000 dollarar heldur 10 milljónir dala. Þegar svo stórir vinningar koma upp er gerð sérstök rannsókn til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Það var þá sem kom endanlega í ljós að miðanum hafði verið stolið. Eftir að hafa skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum var komist að þeirri niðurstöðu að herbergisfélaginn óheiðarlegi hefði keypt eins skafmiða og breytt honum og síðan skipt á honum og vinningsmiðanum. Honum var síðan boðið á skrifstofu skafmiðafyrirtækisins á mánudaginn til að taka við vinningnum en í stað þess að fá vinninginn var hann handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi