fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hafa numið óútskýranleg merki utan úr geimnum – Margar kenningar á lofti um uppruna þeirra

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 05:50

Nifteindastjarna og CHIME.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háþróaður kanadískur útvarpssjónauki hefur numið óútskýranleg merki sem bárust langt utan úr geimnum. Um er að ræða svokallaðar Fast Radio Bursts (FRB) (hraðar útvarpsbylgjur) sem koma frá vetrarbraut í 1,5 milljarða ljósára fjarlægð. Þetta er aðeins í annað sinn sem merki sem þessi eru numin af sjónaukum hér á jörðinni.

Það var CHIME sjónaukinn í Kanada sem nam merkin sem voru 13 talsins en meðal þeirra var endurtekið merki.

CHIME samanstendur af fjórum hundrað metra löngum, hálf kúlulaga sívalningum sem skanna himinhvolfið yfir norðurhveli jarðar alla daga. Verkefnið hófst á síðasta ári og var rétt nýhafið þegar merkin bárust.

BBC skýrir frá þessu og hefur eftir Shriharsh Tendulkar hjá McGill-háskólanum í Kanada að merkjasending hafi aftur verið numin frá sama upphafsstaðnum og líkist hún þeirri fyrri mikið.

Fram að þessu hafa vísindamenn numið 60 merkjasendingar sem þessar og tvær sem hafa verið endurteknar. Talið er að allt að 1.000 FRB geti verið í geimnum á degi hverjum. Ingrid Stairs, stjarneðlisfræðingur við University of British Columbia, segir að eftir því sem fleiri merki sem þessi séu numin hér á jörðinni af fleiri rannsóknarstöðvum aukist líkurnar á að hægt verði að útskýra hver uppruni þeirra er.

Margar kenningar eru á lofti um uppruna þeirra. Þeir allra djörfustu telja að merkin séu frá geimfari vitsmunavera en aðrir hallast frekar að því að hér geti verið um merki frá nifteindastjörnu sem snýst ógnarhratt og er með öflugt segulsvið í kringum sig eða að tvær nifteindastjörnur hafi runnið saman í eina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn