fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Kona ól barn eftir 10 ár í dái – Nú hefur málið tekið nýja stefnu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 06:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skýrðu fjölmiðlar frá því að bandarísk kona hefði alið barn eftir að hafa legið í dái í 10 ár. Hún dvelur á Hacienda HealthCare-Center í Arizona í Bandaríkjunum. Eins og gefur að skilja hefur hjúkrunararheimilið verið í kastljósi fjölmiðla og yfirvalda eftir að konan ól son í desember. Ljóst er að konunni var nauðgað og beinist grunurinn að karlkyns starfsmönnum hjúkrunarheimilisins.

Það kom öllum á óvart þegar konan ól dreng en enginn hafði veitt því eftirtekt að hún væri barnshafandi. New York Times segir að nýjar upplýsingar hafi nú komið fram sem varpi nýju ljósi á málið. Blaðið segir að vandamál hafi verið á hjúkrunarheimilinu áður. 2013 var karlkyns starfsmaður þess rekinn eftir að hann hafði látið kynferðislega athugasemdir falla um íbúana, til dæmis að andlega fatlaður íbúi hafi verið settur í kynferðislegar stellingar. Þetta var ekki tilkynnt stjórnendum hjúkrunarheimilisins fyrr en mánuði síðar. Við eftirlit á hjúkrunarheimilinu 2017 kom í ljós að hugsanlega væri brotið gegn blyðgunarsemi íbúanna þegar þeir væru baðaðir.

Það er rými fyrir 74 á hjúkrunarheimilinu. Stjórnandi þess sagði upp störfum í vikunni vegna málsins. Stjórn Hacienda HealthCare féllst strax á uppsögnina og sagði Gary Orman, aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, að fyrirtækið sætti sig ekki við neitt annað en að kafað verið ofan í kjölinn á þessu hræðilega máli sem hafi haft mikil áhrif á alla, fórnarlambið, fjölskyldu hennar og starfsfólk Hacienda.

Lögreglan í Phoenix hefur hafið rannsókn á kynferðisbrotinu. Washington Post segir að lögreglan sé nú að afla DNA-sýna úr karlkyns starfsmönnum hjúkrunarheimilisins til að reyna að finna föður drengsins. Allt að 14 ára fangelsi liggur við nauðgun í Arizona ef um fyrsta kynferðisbrot viðkomandi er að ræða. Kynferðisbrotamenn eru einnig settir á sérstakan lista yfir kynferðisbrotamenn.

Málið hefur vakið upp umræður um hvort eftirlit með einkareknum hjúkrunarheimilum á borð við Hacienda HealthCare sé nægilega gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“