Saksóknarar þar í landi skýrðu frá þessu á föstudaginn. Talið er að glæpahringurinn hafi greitt fátæku fólki fyrir nýru þess sem voru síðan seld áfram á miklu hærra verði og notuð við ígræðslur. Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð fyrir að fá fátækt fólk til að selja nýru sín að sögn Dimitar Petrov saksóknara. Líffæraflutningarnir fóru síðan fram á sjúkrahúsi í Tyrklandi. Til að blekkja þarlend yfirvöld var fölsuðum skjölum framvísað en þau sýndu að líffæragjafinn og líffæraþeginn væru skyldir.
Saksóknarar segja að minnst fimm mannst hafi fengið nýru með þessum hætti síðan í febrúar á þessu ári. Að auki voru tveir sjúklingar og þrír hugsanlegir nýrnagjafar sem biðu eftir að komast í líffæragjöf.
Líffæragjafarnir fengu á bilinu 5.000 til 7.000 evrur fyrir nýru sín en líffæraþegarnir greiddu 50.000 til 100.000 evrur.