Þeir stálu síðan veski hennar og greiðslukortum og gullskartgripum sem hún var með um hálsinn. Auk þess stálu þeir úri látins eiginmanns hennar en það var mikilvægasta eign hennar.
Þjófarnir létu sig síðan hverfa og hafa ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn lögreglunnar.
Í færslu á Facebook skrifaði lögreglan að Betty hafi verið illa brugðið eftir innbrotið:
„Heilsu Betty hrakaði hratt eftir þetta og hún var greind með áfallastreituröskun með síendurteknum martröðum, svefnvandamálum, ógleði og óviðráðanlegum skjálfta.“
Skrifaði lögreglan.
Betty var lögð inn á sjúkrahús með hjartavandamál og var greind með „takotsubo heilkennið“ sem er betur þekkt sem „brostið hjarta heilkennið“. Hún lést á miðvikudag í síðustu viku.
Simon Barnes, lögreglumaður, sagði í samtali við ITV að þetta væri eitt sorglegasta málið sem hann hefði komið að á ferli sínum og það sýni fólki hvaða áhrif innbrot geti haft á fórnarlömbin.