fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Neyðarástand í Amazon-skóginum – Miljónir tegunda í hættu

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 15:04

Eldar í Amazon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa eins margir skógareldar átt sér stað í Amazon-regnskóginum síðan að mælingar hófust. Í Brasilíu hafa verið meira en 70.000 skógareldar á árinu, það er meira en 80% aukning á milli ára.

Vísindamenn telja að eldarnir gætu verið svakalegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun en Amazon-skógarnir framleiða allt að 20% af súrefni jarðarinnar.

Í frétt BBC um málið kemur fram að Amazon sé stærsti regnskógur heims og að þar séu milljónir tegundir plantna og dýra, auk þess búa um það bil milljón manns í skóginum.

Geimrannsóknarstofa Brasilíu hefur séð um mælingar. Stofan heldur því fram að svæði á við einn og hálfan fótboltavöll brenni á mínútu hverri.

Umhverfisaktívistar í Brasilíu segja forseta landsins Jair Bolsonoro bera ábyrgð á skógareldunum, en hann hefur slakað talsvert á umhverfismálum landsins.

Umræða um málið hefur verið mikil á netinu, margir hafa deilt átakanlegum ljósmyndum af svæðinu á samfélagsmiðlum, meðal annars með myllumerkinu #ArmyHelpThePlanet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur