Fjölskylda hennar hefur nú tjáð sig um málið opinberlega og kennir ferðaskrifstofunni Sandy Toes um dauða Jordan. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir að þegar hún bókaði ferðina hafi hún vænst þess að ferðaskrifstofan væri með viðbragðsáætlanir í gildi ef slys yrði.
Fjölskyldan er sérstaklega óánægð með að enginn leiðsögumaður eða starfsmaður ferðaskrifstofunnar var nærri þegar hákarlarnir réðust á Jordan. Segir fjölskyldan að móðir hennar hafi þurft að bjarga dóttur sinni í land. Þar biðu nokkrir starfsmenn ferðaskrifstofunnar eftir þeim en voru ekki með neinn skyndihjálparbúnað.