fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Lögreglan bindur vonir við að nýjar myndir komi henni á slóð RAF-hryðjuverkamanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 06:00

Auglýsing þýsku lögreglunnar. Mynd:Landeskriminalamt Niedersachsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun júní birti þýska lögreglan nýjar myndir af Daniela Klette en hún er eftirlýst ásamt tveimur félögum sínum úr hryðjuverkasamtökunum Rauðu herdeildunum (einnig þekkt sem Baader-Meinhof hópurinn). Þremenningarnir hafa látið að sér kveða öðru hvoru síðan hryðjuverkasamtökin voru leyst upp á tíunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru rúmlega 30 ára gamlar en Klette er rúmlega sextug í dag. Lögreglan hefur lagt mikla vinnu í leit að henni og félögum hennar á undanförnum áratugum en án árangurs.

Eftir að myndirnar voru birtar í júní bárust lögreglunni í Niedersachsen margar vísbendignar um hvar Klette og félagar hennar geti haldið sig. Friede de Vries, sem stýrir leitinni, sagði í samtali við kreiszeitung.de að rannsóknin sé enn í fullum gangi. Lögreglan gefist ekki upp og muni snúa velta hverjum steini og kanna allar ábendingar.

Ásamt Ernst-Volker Staub og Burkhard Garwed tilheyrir Daniela Kletta svokallaðri þriðju kynslóð Rauðu herdeildanna. Þau eru eftirlýst fyrir morð og fjölda vopnaðra rána. Síðast létu þau að sér kveða 2016 að því að staðfest hefur verið. En önnur rán frá síðustu árum bera merki þess að þremenningarnir hafi verið að verki.

Gætu verið nágrannar þínir

Lögreglan telur að þremenningarnir noti fölsk nöfn og að þau búi ekki endilega saman. Hugsanlega lifi þau ósköp venjulegu lífi, svona að mestu leyti. Friedo de Vries sagði að hugsanlega fari þau til vinnu á daginn og út að ganga með hundinn á kvöldin. Á nýjum auglýsingum lögreglunnar stendur einmitt: „Þetta gætu verið nágranna þínir.“

Hann vísaði því ekki á bug að hugsanlega fái þau aðstoð frá öðrum fyrrum meðlimum Rauðu herdeildanna og séu í felum einhversstaðar en sagði þó að honum fyndist það ekki líklegt.

„Þeim mun fleiri sem aðstoða, þeim mun meiri líkur á að upp um þau komist.“

Auk þýsku lögreglunnar leita lögreglulið í Hollandi, Spáni, Frakklandi og á Ítalíu að þremenningunum en án árangurs fram að þessu.

80.000 evrum hefur verið heitið í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra. Lögreglan leggur mikla áherslu á að ef fólk sér þremenningana eigi það alls ekki að setja sig í samband við þau heldur hafa strax samband við lögregluna. Þau séu mjög hættuleg og væntanlega vopnuð.

Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa myrt kaupsýslumanninn Ernst Zimmermann, Karl Heinz Beckurts forstjóra Siemens og Alfred Herrhausen fyrrum bankastjóra Deutsche bank.

Lögreglan telur einnig að þremenningarnir, í samstarfi við Birgit Hogefeld og Wolfgang Grams, hafi staðið að baki sprengjuárás á fangelsi í Weiterstadt 1993. Enginn meiddist en tjónið hljóp á sem nemur tugum milljóna íslenskra króna.

Daniela Klette er einnig grunuð um að hafa sprengt höfuðstöðvar Deutsche Bank í Eschborn í loft upp með 45 kílóa bílsprengju.

Í júní og desember fannst dna úr þremenningunum eftir rán. Þá hafði ekkert spurst til þeirra í 25 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um