fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Gerði ótrúleg kaup á skransölu: Geisladiskarnir innihéldu ómetanlegar myndir

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Jason Scott gerði býsna mögnuð kaup á bílskúrssölu fyrir skemmstu. Scott, sem vinnur sem skjalavörður, keypti heilan haug af gömlum geisladiskum og þegar betur var að gáð innihéldu þeir ljósmyndir sem teknar voru dagana eftir árásirnar í New York þann 11. september 2001.

Alls er um að ræða 2.400 ljósmyndir sem ekki hafa komið fyrir augu almennings áður. Óvíst er hver tók myndirnar en Scott giskar á að það hafi verið einhver þeirra fjölmörgu verkamanna sem unnu að hreinsunarstarfi á Ground Zero, svæðinu sem Tvíburaturnarnir stóðu á.

Eðli málsins samkvæmt voru geisladiskarnir ekki í frábæru ástandi, enda höfðu þeir legið svo til óhreifðir síðastliðin átján ár. Félagi Scotts, Johnathan Burgess, fór með diskana til fyrirtækis sem sérhæfir sig í að ná í gögn af gömlum og illa förnum geisladiskum. Óhætt er að segja að það hafi borgað sig.

Í frétt á vef DIYPhotography kemur fram að gæði myndanna séu óvenjulega góð. Ljóst sé að ljósmyndarinn hafi haft góða þekkingu á ljósmyndun og auk þess haft góðar græjur til verksins.

Scott hefur nú opnað album á vefnum Flickr þar sem myndirnar eru til sýnis. Hluta þeirra má sjá hér að neðan en þeir sem hafa áhuga geta séð þær allar hér.

Scott segist telja að það hafi verið skylda hans að gefa almenningi kost á að sjá myndirnar og þess vegna hafi hann sett þær á netið.

10-05-01 AM 110-1059_STA

10-04-01 PM 110-1042_IMG

10-04-01 PM 110-1040_IMG

10-05-01 AM 110-1064_STF

10-05-01 AM 110-1094_IMG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu