fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Hlýnun sjávar getur drepið sjötta hluta allra sjávarlífvera

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimshöfin munu líklega tapa um einum sjötta hluta allra lífvera sinna fyrir lok aldarinnar ef loftslagsbreytingarnar halda áfram með óbreyttum hraða. Fyrir hverja gráðu, sem heimshöfin hitna um, er talið að heildarfjöldi sjávarlífvera minnki um 5%.

Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Rannsóknin var unnin með aðstoð tölvulíkans. Inni í fyrrnefndum tölum er ekki gert ráð fyrir þeim áhrifum sem fiskveiðar okkar mannanna hafa.

Ef losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram á núverandi hraða munu heimshöfin missa 17% af lífmassa sínum fyrir aldamót eftir því sem segir í rannsókninni. Hún var birt í síðustu viku í the Proceedings of the National Acadeym of Sciences. Fram kemur að ef hægt verður að draga úr losun koltvíildis út í andrúmsloftið sé hægt að takmarka tap lífmassans við um 5%.

Auk þess að hlýna af völdum hnattrænnar hlýnunnar þá eykst sýrustig sjávar og súrefnisinnihaldið minnkar.

Það eru stærstu sjávardýrin sem fara verst út úr þessari hlýnun en lífverur á borð við svif og bakteríur munu ekki fara eins illa út úr hlýnuninni.

Það er að sjálfsögðu mjög alvarlegt ef lífríki sjávar er ógnað enda treysta margir á höfin um mat eða lífsviðurværi sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón