fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Eurovision færir út kvíarnar – Bandarísk útgáfa fer fljótlega af stað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 07:02

Eurovision fer fram í Tel Aviv í ár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision nýtur mikilla vinsælda í Evrópu og víðar um heiminn. Svo mikilla að nú hefur EBU (European Broadcasting Union), sem stendur fyrir keppninni, veitt sænska framleiðslufyrirtækinu Brain Academy heimild til að hrinda svipaðri keppni af stað í Bandaríkjunum.

Hollywood Reporter og fleiri fjölmiðlar skýra frá þessu. Vonast er til að fyrsta keppnin, sem hefur hlotið nafnið American Song Contest, geti farið fram 2021.

Peter Settman, forstjóri Brain Academy, sagði í samtali við Hollywood Reporter að hann geti ekki beðið eftir að geta kynnt „þessa frábæru keppni“ fyrir stærsta sjónvarpsmarkaði heims, þeim bandaríska.

Að íþróttaviðburðum undanskildum er Eurovision stærsti sjónvarpsviðburður heims að hans sögn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áætlanir hafa verið uppi um að koma Eurovision enn frekar á framfæri í heiminum. 2016 var tilkynnt að bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefði tryggt sér réttinn að bandaríska Eurovision og 2017 var tilkynnt um asíska útgáfu af Eurovision. Hvorugt hefur enn orðið að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann