fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Miklir skógareldar í Svíþjóð og Noregi – Mörg hundruð manns fluttir frá heimilum sínum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir skógareldar geysa nú í Svíþjóð og Noregi og hafa slökkvilið ekki náð tökum á þeim öllum. Í Noregi hafa mörg hundruð manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna sem ógna byggð. Í Svíþjóð geysa eldar á um 800 hektara svæði á milli Hästveda og Osby í Hässleholms sveitarfélaginu. Eitt fjölbýlishús hefur nú þegar orðið eldinum að bráð þar.

Eldurinn í Hässleholm kviknaði um 11 í gærmorgun í hlöðu og breiddist fljótt út í skraufþurran gróðurinn. 47 manns hafa þurft að yfirgefa 23 hús á svæðinu. Nú þegar hafa eitt bóndabýli, fjölbýlishús og nokkur minni hús orðið eldinum að bráð. Strekkingsvindur gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í baráttunni við eldinn.

Í Sokndal í suðurhluta Noregs þurfti að rýma 160 heimili í gærkvöldi en þar breiðist skógareldur hratt út í skraufþurrum gróðri og strekkingsvindur eykur á útbreiðsluna.

Bæði í Svíþjóð og Noregi voru þyrlur notaðar við slökkvistörf í gær en gera þurfti hlé á notkun þeirra í nótt vegna myrkurs.

Snemma í morgun var byrjað að nota sex þyrlur við slökkvistarfið í Sokndal og leggja þær slökkviliðsmönnum, almannavörnum og heimavarnarliðinu lið við slökkvistarfið sem gengur illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“