fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Pressan

Gríðarlegur trjádauði í bandarísku ofureldfjalli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 15:49

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yellowstone í Wyoming í Bandaríkjunum er ofureldfjall. Þetta er vinsæll ferðamannastaður og er Yellowstone þjóðgarður. Vegna sjóðheitrar kviku undir yfirborði ofureldfjallsins hafa tré drepist í stórum stíl nærri Tern Lake í norðvestur hluta þjóðgarðsins.

Svæðið er á stærð við fjóra knattspyrnuvelli. Samkvæmt frétt MSN þá hafa vísindamenn árum saman vitað að eitthvað væri að gerast neðanjarðar á svæðinu því tré byrjuðu að drepast og sú þróun hefur haldið áfram. 1994 var svæðið þakið trjám og þéttum gróðri.

Í Yellowstone er vitað um 10.000 heitar uppsprettur og hveri sem deilast niður á 120 stærri heit svæði.

Vísindamenn leggja áherslu á að þessi mikli trjádauði gefi ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta sé þróun eins og við megi búast af ofureldfjalli.

Um 20 ofureldfjöll eru í heiminum en þau gjósa sjaldan eða að meðaltali á 100.000 ára fresti. En gos í þeim geta haft gríðarleg áhrif á loftslagið á jörðinni og ekki líf nær og fjær.

Yellowstone er í sjálfu sér ákveðin ógn við Bandaríkin og Norður-Ameríku. Þar gaus síðast fyrir 630.000 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu bílaleigurnar í Bandaríkjunum að mati viðskiptavina

Þetta eru bestu bílaleigurnar í Bandaríkjunum að mati viðskiptavina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sáu strax í gegnum ævintýralegt morðsamsæri eiginmannsins og au pair stúlkunnar

Sáu strax í gegnum ævintýralegt morðsamsæri eiginmannsins og au pair stúlkunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu óvart THC á pitsur

Settu óvart THC á pitsur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dag eftir dag kom hún að unglingi sofandi við heimili sitt – Við tók lærdómsríkt ferðalag

Dag eftir dag kom hún að unglingi sofandi við heimili sitt – Við tók lærdómsríkt ferðalag