Svæðið er á stærð við fjóra knattspyrnuvelli. Samkvæmt frétt MSN þá hafa vísindamenn árum saman vitað að eitthvað væri að gerast neðanjarðar á svæðinu því tré byrjuðu að drepast og sú þróun hefur haldið áfram. 1994 var svæðið þakið trjám og þéttum gróðri.
Í Yellowstone er vitað um 10.000 heitar uppsprettur og hveri sem deilast niður á 120 stærri heit svæði.
Vísindamenn leggja áherslu á að þessi mikli trjádauði gefi ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta sé þróun eins og við megi búast af ofureldfjalli.
Um 20 ofureldfjöll eru í heiminum en þau gjósa sjaldan eða að meðaltali á 100.000 ára fresti. En gos í þeim geta haft gríðarleg áhrif á loftslagið á jörðinni og ekki líf nær og fjær.
Yellowstone er í sjálfu sér ákveðin ógn við Bandaríkin og Norður-Ameríku. Þar gaus síðast fyrir 630.000 árum.