The Sun skýrir frá þessu. Fram kemur að Nicole, sem hefur komið fram sem grínisti í sjónvarpi, hafi verið ákærð í byrjun mánaðar fyrir að hafa svikið 45.350 pund út úr góðhjörtuðu fólki sem vildi styðja hana í baráttunni við krabbamein. Peningunum safnaði hún á netinu. Þetta gerði hún frá því í febrúar og fram í ágúst á síðasta ári.
Nicole var látin laus gegn tryggingu en á að mæta fyrir rétt í byrjun maí.