fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hún kom heiminum á óvart fyrir 10 árum – Hvað varð um hana?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 20:47

Susan Boyle í Britain´s Got Talent 2009.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl 2009 stóð hæfileikakeppnin Britain‘s Got Talent yfir og komu margir hæfaleikaríkir listamenn fram í þáttunum og það gerðu einnig margir hæfileikalitlir eða algjörlega hæfileikalausir listamenn. En þessarar þáttaraðar verður líklegast einna helst minnst fyrir að í henni kom Susan Boyle fram á sjónarsviðið.

Susan var þá 47 ára og er óhætt að segja að hún hafi sigrað heiminn með ótrúlegum sönghæfileikum sínum og sérstakri framkomu. Hún sigraði þó ekki í keppninni, svo undarlegt sem það kann að virðast en líklegast muna fleiri eftir henni en þeim sem sigraði keppnina.

Þegar hún steig á svið fyrir framan dómara keppninnar og fullan sal af áhorfendum er óhætt að segja að flestir ef ekki allir hafi talið öruggt að hér væri komin einhver vonlaus einstaklingur sem teldi sig hafa eitthvað fram að færa. Ekki var framkoma Susan til að auka tiltrú fólks á henni, hún virtist vera ansi sérstök svo ekki sé fastara að orði kveðið.

Fáum leist á blikuna þegar hún sagðist ætla að syngja „I Dreamed a Dream“ úr „Les Misérables“ og eflaust bjuggust margir við að dómararnir myndu vera fljótir að ýta á X-takkana til að koma henni af sviðinu.

En þegar Susan hóf upp raust sína er óhætt að segja að bæði dómarar og áhorfendur hafi setið orðlausir. Simon Cowell, sem er hreinskilnasti og þekktasti dómari þáttanna, sat orðlaus og átti síðan erfitt með að finna réttu orðin yfir frammistöðu Susan og það er ekki oft sem hann er orðlaus.

Susan varð á augabragði umtöluð um allan heim. Fólk átti ekki orð yfir að þessi óþekkta kona gæti sungið svo listavel. Hún hafði augljóslega verið vanmetin.

Ekki tekið út með sældinni

Eins og fyrr sagði sigraði Susan ekki í Britain‘s Got Talent en hún stóð samt sem áður uppi sem sigurvegarinn meðal áhorfenda þegar fram liðu stundir. Hún gaf fyrstu plötu sína út þetta ár og síðan hefur hún sent fimm plötur til viðbótar frá sér. Hún komst á topp vinsældalista beggja meginn Atlantshafs og um hríð var hún ein stærsta stjarna heimsins.

Þegar hún fór til Bandaríkjanna til að fylgja fyrsta lagi sínu eftir var algjört öngþveiti í kringum hana, aðdáendur hennar og tugir ljósmyndara eltu hana á röndum.

En allt þetta hafði sín áhrif á andlega líðan hennar og þegar fram liðu stundir varð hún að aflýsa mörgum tónleikum vegna örmögnunar. Daginn eftir úrslitin í Britain‘s Got Talen var hún lögð inn á geðdeild til meðferðar vegna örmögnunar.

Susan Boyla á sviði.

Susan sendi síðast frá sér plötu 2016 en hefur lofað að senda nýja plötu frá sér á þessu ári til að fagna því að 10 ár eru liðin síðan hún sló í gegn. Í nýlegu viðtali sagði hún að margar ástæður væru fyrir þessari „þögn“ hennar undanfarin ár og sagði að ein þeirra væri að hún hefði átt í vandræðum með að takast á við skyndilega frægð sína. Hún sagðist nú hafa náð betri tökum á þeirri baráttu.

Hún er með Asperger-heilkennið og hafa áhrif þess farið versnandi með árunum. Í samtali við Mirror fyrir þremur árum sagði hún að hún tæki bara eitt skref í einu vegna sjúkdómsins og gæti því ekki skipulagt tónleikaferðir langt fram í tímann. Sjúkdómurinn veldur því að samskipti hennar við annað fólk, talsmáti og framkoma er öðruvísi en hjá flestum öðrum.

Jarðbundin

Susan hefur ekki látið frægðina hafa mikil áhrif á sig og virðist vera jafn jarðbundin og áður. Fyrir fjórum árum varð hún að létta sig að læknisráði eftir að hún greindist með sykursýki 2. Hún sagði að þá hafi hún orðið að segja skilið við kökur og sælgæti sem hafi verið veikleiki hennar.

Hún býr enn á æskuheimili sínu í Blackburn í West Lothian og er enn einhleyp. Hún hefur þénað háar fjárhæðir eftir að hún sló í gegn en það virðist ekki hafa haft mikil áhrif á hana. Hún lifir rólegu lífi eins og áður og eina breytingin virðist vera að hún hefur skipt um hárgreiðslu og látið laga augabrúnirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?