Metangasið kom frá íssprungum nærri Gale gígnum en talið er að þar hafi eitt sinn verið vatn. Sumir vísindamenn telja að gasið sé merki um að líf sé á Rauðu plánetunni en aðrir telja að gasið hafi komið frá Mars-bílnum.
Evrópska geimferðastofnunin ESA hefur staðfest að Mars Curiosity bíllinn hafi greint metan „ropann“. Hér á jörðinni getur metan myndast við ákveðnar jarðfræðilegar aðstæður en yfirleitt eru það örverur sem mynda það og það oft í maga dýra.
Lengi hefur verið talið að ef metan finnst utan jarðarinnar þá sé það vísbending um að líf geti verið að finna.
Sky segir að metanið gæti hafa myndast við efnahvörf þar sem koldíoxíð, vatn og steinefni, sem nefnist olivine, hafi komið við sögu. Ekki er heldur útilokað að örverur hafi myndað það.