fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Börn Khashoggi fá blóðpeninga mánaðarlega frá Sádi-Arabíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. apríl 2019 18:00

Jamal Khashoggi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október á síðasta ári var sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi myrtur í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Málið vakti heimsathygli og varpaði ljósi á framferði stjórnvalda í Sádi-Arabíu sem líða enga gagnrýni og víla greinilega ekki fyrir sér að myrða þá sem gagnrýna þau. Nú hefur verið skýrt frá því að börn Khashoggi fái nú greidda blóðpeninga frá sádi-arabískum stjórnvöldum í mánuði hverjum til að fá þau til að segja eins lítið um morðið og hægt er.

Washington Post skýrir frá þessu og byggir frétt sína á samtölum við embættismenn og fólk sem stendur fjölskyldu Khashoggi nærri.

Börnin eru sögð hafa fengið greiðslur gegn því að ræða lítið um morðið á föður þeirra. Samkvæmt frásögnum embættismanna þá hafa börnin, tveir synir og tvær dætur, fengið margar milljónir dollara sem einhverskonar blóðpeninga nú í aðdraganda samningaviðræðna um bætur vegna morðsins en þær munu væntanlega hefjast þegar réttarhöld hefjast yfir þeim 11 sem eru grunaðir um morðið. Ekki er ljóst hvort þess verði krafist að börn Khashoggi fyrirgefi morðingjunum til að fá frekari greiðslur.

The Washington Post segir að börnin hafi fengið dýr hús og fái nú 10.000 dollara mánaðarlega. Salman konungur er sagður hafa samþykkt þessar greiðslur sem lið í aðgerð til að „lappa upp á hlutina“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“