fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Varpar skugga á sannleiksgildi Leaving Neverland heimildamyndarinnar – Var um lygar að ræða?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 05:59

Robson, Jackson og Safechuck eru aðalpersónurnar í Leaving Neverland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umtalaðasta heimildamynd ársins er án efa Leaving Neverland en í henni er fjallað um poppgoðið Michael Jackson. Í myndinni koma fram alvarlega ásakanir á hendur honum um að hann hafi verið barnaníðingur. Nú hefur blaðamaðurinn Mike Smallcombe, sem er sérfræðingur í málefnum Jackson og ritaði meðal annars ævisögu hans, kafað ofan í kjölinn á myndinni og því sem þar kemur fram. Hann segir að ásakanirnar á hendur poppgoðinu eigi fæstar við rök að styðjast.

Í myndinn segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá meintu kynferðisofbeldi sem þeir urðu fyrir af hálfu Jackson. Smallcombe segir að fæst af þessu hafi getað átt sér stað.

Hann bendir á að James Safechuck segi í myndinni að Jackson hafi misnotað hann margoft á árunum 1988 til 1992, þegar hann var 10 til 14 ára. Meðal annars segir hann að Jackson hafi beitt hann kynferðislegu ofbeldi á lestarstöðinni á Neverland-búgarðinum þar sem Jackson bjó. Smallcombe bendir á að lestarstöðin hafi ekki verið til staðar á þessum tíma. Bygging hennar hófst 1993 og lauk 1994 sagði hann í samtali við Mirror.

„Ofbeldið á lestarstöðinni gat ekki hafa átt sér stað ef því lauk 1992, eins og hann segir, því hún var ekki til þá. Það er tveggja ára munur þarna.“

Mirror segir að Jackson hafi verið erlendis á tónleikaferðalagi og síðan í meðferð við lyfjafíkn allan þann tíma 1993 sem bygging lestarstöðvarinnar stóð yfir. Þannig geti þetta líklega ekki hafa átt sér stað á þeim tíma.

Jackson var heldur ekki mikið á búgarði sínum 1994 en þá var hann mikið í New York og bjóð meðal annars í Trump Tower hjá þá góðum vini sínum Donald Trump. Hann vann þá stíft að plötu sinni HIStory og ferðaðist ekki mikið.

Þá hafa ásakanir Wade Robson á hendur Jackson beðið ákveðinn hnekki eftir að rannsóknir á gömlum dómsskjölum sýndu að framburður hans gengur þvert á það sem móðir hans sagði. Í Leaving Neverland sagði Robson að hann hefði farið til Neverland 1993 með fjölskyldu sinni. Hann sagði að Jackson hefði sent fjölskyldu hans í ferð til Miklagljúfurs og hefði síðan notað tækifærið til að misnota hann kynferðislega á meðan fjölskyldan var fjarstödd. Þarna er ákveðið misræmi því 1993 sagði móðir Robson, Joy Robson, að sonur hennar hefið verið með í ferðinni til Miklagljúfurs. Þetta sagði hún eiðsvarin fyrir dómi.

Smallcombe segir að þessar nýju upplýsingar útiloki ekki að Jackson hafi beitt Robson og Safechuck kynferðislegu ofbeldi við önnur tækifæri en hins vegar sé nú kominn upp ákveðinn efi um frásögn þeirra og trúverðugleika og spurningar vakni um hvort frásagnir Robson og Safechuck séu tilbúningur einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð