fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af ástandi heimshafanna – Staðan er grafalvarleg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá Alþjóða veðurfræðistofnuninni (WMO) kemur fram að hitastig sjávar og magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi náð nýjum hæðum á síðasta ári. WMO er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna.

Skýrslan var kynnt í gær og sagði António Guterres, aðalritari SÞ, að hún væri „enn ein áminningin“ til ríkisstjórna ríkja heims og iðnaðarins.

„Skýrslan sýnir, það sem við höfum lengi sagt, að loftslagsbreytingarnar eru hraðari en aðgerðir okkar til að stöðva þær.“

Sagði hann.

WMO segir í skýrslunni að meðalhitinn á heimsvísu sé nú einni gráðu hærri en hann var þegar iðnbyltingin hófst um 1760. Þrátt fyrir að þetta kunni að þykja lítil aukning þá getur hún haft alvarlegar afleiðingar fyrir veður í heiminum að sögn Petteri Taalas, aðalritara WMO.

Hann sagði að við höfum upplifað mun fleiri náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga og hitaaukningar en áður og þetta hafi alvarlegar langtímaafleiðingar fyrir milljónir manna.

SÞ segja að 4,5 milljarðar manna hafi orðið fyrir beinum áhrifum að öfgaveðurfari síðan 1998. Á síðasta ári telur stofnunin að 62 milljónir manna hafi orðið fyrir barðinu á öfgaveðri. Á sama tíma neyddust tvær milljónir manna til að yfirgefa heimili sín vegna veðurfars.

Síðustu fjögur ár eru þau hlýjustu síðan mælingar hófust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist