fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Ný plata frá Kim Larsen var gefin út á miðnætti – Hér er hægt að hlusta á lög af plötunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 07:02

Myndin sem prýðir plötualbúmið. Mynd:

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum á óvörum var send út fréttatilkynning í gær um að á miðnætti kæmi ný hljómplata með Kim Larsen út. Hann lést í lok september og hafði fjölskylda hans skýrt frá því að ekki yrði meira gefið út af tónlist hans. Fáir vissu að síðasta sumar vann Larsen að gerð hljómplötunnar í stofunni heima hjá sér ásamt syni sínum, Hjalmer, og umboðsmanni, Jørn Ørn.

Platan kom út á miðnætti og um leið voru birt myndbönd á YouTube með lögum af plötunni.

Danskir fjölmiðlar hafa að vonum fjallað mikið um þetta í gær og nú í morgun enda Kim Larsen sannkölluð þjóðargersemi sem allar núlifandi kynslóðir Dana þekkja vel og líklegast kunna allir að minnsta kosti eitt lag eftir hann enda voru smellirnir margir.

Kim Larsen við upptökurnar. Mynd:Liselotte Larsen.

Á nýju plötunni, sem heitir Sange Fra Første Sal, eru 12 ný lög. Platan varð aðgengileg á helstu efnisveitunum á miðnætti.

Eins og nafn plötunnar ber með sér þá var hún tekin upp í íbúð Larsen á fyrstu hæð. Í fréttatilkynningu frá Warner Music, sem gefur plötuna út, kemur fram að Larsen hafi staðið nær alfarið að gerð hennar. Hann samdi lög og texta og undirbjó allt fyrir upptökurnar. Hann sá um hljóðblöndun, ákvað uppröðun laga og titil plötunnar sem og myndina á albúminu. Það eina sem hann náði ekki að ljúka var að gefa plötuna út.

Hægt er að hlusta á fleiri lög af plötunni á helstu efnisveitum og á YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni