fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Banna óbólusettum börnum að koma í skóla, leikvelli og verslunarmiðstöðvar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 06:59

Svo virðist sem ekki hafi allt verið með felldu við bólusetningu barnanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Rockland County, sem er ein af sýslum New York ríkis og er í raun úthverfi í New York borg, hafa ákveðið að banna óbólusettum börnum að koma í skóla, á leikskóla, að nota opinbera leikvelli og að koma í verslunarmiðstöðvar. Bannið gildir í 30 daga en það er liður í baráttu yfirvalda gegn mislingafaraldri í sýslunni.

Tilkynnt var um bannið á fréttamannafundi í gær. Um leið var neyðarástandi lýst yfir í sýslunni en þar hafa 150 manns greinst með mislinga síðan síðasta haust. Ed Day, formaður sýslustjórnar, sagðist vonast til að bannið yrði til þess að vekja foreldra til meðvitundar og átta sig á alvarleika málsins.

Bannið nær til allra  yngri en 18 ára og gildir næstu 30 daga. Þeir sem eru yngri en 18 ára og hafa ekki verið bólusettir mega því ekki halda sig á opinberum stöðum á borð við skóla, verslunarmiðstöðvar, veitingastöðum og kirkjum. Allt að sex mánaða fangelsi liggur við brotum gegn banninu.

Á fréttamannafundinum kom fram að það sé samt sem áður ekki markmið yfirvalda að láta handtaka fólk heldur sé markmiðið með banninu að leggja áherslu á alvöru málsins. Foreldrar óbólusettra barna verða látnir sæta ábyrgð ef börn þeirra brjóta gegn banninu.

Yfirvöld vonast til að bannið verði vendipunkturinn í baráttunni gegn mislingum.

Í Rockland County er stór hluti mislingasmitanna meðal gyðinga en bólusetningarhlutfall hjá þeim er lægra en hjá öðrum samfélagshópum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld telja bestu vörnina gegn mislingum vera að ná bólusetningarhlutfallinu upp í 92 til 95 prósent en í Rockland County er það aðeins 72,9 prósent meðal þeirra sem eru yngri en 18 ára. Um 300.000 manns búa í sýslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“