fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Pressan

Leystu 45 ára gamalt morðmál – Enn á ný sannaði ný dna-tækni gildi sitt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 22:00

Linda og Clifford Bernhardt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Billings í Bandaríkjunum hafði árum saman haft það sem eitt af forgangsverkefnum sínum að leysa ráðgátuna um morðið á Lindu og Clifford Bernhardt en þau voru myrt 1973. En lítið miðaði áleiðis þar til nýlega að ný dna-tækni varð til þess að málið var upplýst.

Ungu hjónin voru kyrkt á heimili sínu en þau voru nýflutt inn í húsið. Morðingi þeirra var Cecil Stan Caldwell en hann lést 59 ára að aldri árið 2003. Á fréttamannafundi á mánudaginn skýrði talsmaður lögreglunnar frá því að málið væri leyst. Hann sagði margar kenningar vera á lofti um af hverju Caldwell myrti ungu hjónin en við þeim fáist aldrei svar. Lögreglan telur þó líklegast Caldwell hafi viljað vinna Lindu mein. Hún var bundin og henni nauðgað áður en hún var myrt. Caldwell vann með henni. Hann kom aldrei við sögu lögreglunnar á meðan hann lifði.

Clifford vann við steypuvinnu en hann var uppgjafahermaður úr Víetnamstríðinu. Linda vann á lager. Þau höfðu verið gift í mörg ár.

Mörg hundruð manns voru yfirheyrðir og miðill var fenginn til aðstoðar en án árangurs.

En ný tækni varð til þess að hægt var að leysa málið. Lífsýni úr morðingjanum var ekki að finna í skrám lögreglunnar en dna, sem líktist því, fannst í gagnagrunni sem fólk skráir dna sitt í tengslum við ættfræðirannsóknir. Út frá því gat lögreglan rekið sig áfram til Caldwell. Þetta er sama tækni og hefur undanfarið verið notuð til að upplýsa nokkur gömul sakamál í Bandaríkjunum. Þekktast þeirra er líklegast mál Golden State raðmorðingjans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna