fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Hugvitssöm 19 ára stúlka þénar milljónir á að finna nöfn á kínversk börn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 05:57

Beau Jessup. Mynd:Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferð til Kína var svo sannarlega ferð til fjár hjá hinni nú 19 ára Beau Jessup. Í ferðinni fékk hún óvenjulega viðskiptahugmynd sem hún ýtti síðan úr vör. Þessi unga breska námsmær og frumkvöðull þénar nú milljónir á þessari hugmynd sinni.

Hugmyndin gengur út á að hún finnur nöfn á kínversk börn, ensk nöfn. CNBC skýrir frá þessu. Allt hófst þetta þegar hún fór með föður sínum, sem er kaupsýslumaður, til Kína þegar hún var 15 ára. Einn af viðskiptafélögum föður hennar, Wang að nafni, bað hana þá um hugmynd að ensku nafni fyrir þriggja ára dóttur hennar.

Kínversk börn fá öll kínversk nöfn en margir foreldrar velja einnig „vestrænt“ nafn á þau. Vandinn er hins vegar að málakunnátta þeirra er oft takmörkuð og þeir hafa oft litla möguleika á að leita að nöfnum á internetinu. Þetta hefur stundum leitt af sér óvenjuleg og jafnvel nokkuð skondin nöfn að sögn Beau. Má þar nefna Goofy Li, Rolex Wang og Gandalf Wu.

„Ég áttaði mig á að ef frú Wang þarfnaðist aðstoðar við að finna nafn þá ætti það sama líklega við um fleiri kínverska foreldra.“

Faðir hennar lánaði henni því sem nemur um 200.000 íslenskum krónum. Hún lét smíða vefsíðu fyrir sig og þróaði algóriþma sem tengir ensk nöfn við eiginleika, til dæmis bjartsýni, heiðarleika og fleira. Foreldrar geta síðan valið fimm eiginleika og út frá þeim kemur algóriþminn með tillögu að þremur nöfnum sem passa við þessa eiginleika.

Því næst eru foreldrarnir hvattir til að deila hugmyndunum með vinum og ættingjum á kínverska appinu Wechat.

Fyrirtæki Beau heitir Special Name. Í fyrstu var notkun þess ókeypis en eftir að hafa fundið nöfn á 162.000 kínversk börn ákvað Beau að taka upp gjald sem nemur sem svarar til um 90 íslenskra króna fyrir hvert nafn. Nú hafa um 700.000 börn fengið nafn með aðstoð Beau og hún hefur haft sem svarar til tæplega 50 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu. Peningana notar hún í rekstur fyrirtækisins og til að fjármagna nám sitt við London School of Economics.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?