fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Lík 9 ára stúlku fannst í ferðatösku – Nú er móðir hennar grunuð um morðið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 06:59

Myndir frá lögreglunni í Los Angeles.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mars fannst lík stúlku í ferðatösku við vinsælan göngustíg í Hacienda Heights í Los Angeles. DV skýrði þá frá málinu. Nú hefur dregið til tíðinda í málinu því tvennt hefur verið handtekið vegna þess en nú liggur ljóst fyrir að litla stúlkan var myrt.

Lögreglan taldi stúlkuna vera átta til þrettán ára gamla og hafi lík hennar verið búið að vera í ferðatöskunni í fjóra daga áður en það fannst. Höfuð og hlutar af efri hluta líkamans stóðu út úr töskunni. Líkið var í bleikri síðermapeysu með áletruninni „Future Princes Hero, og svörtum og hvítum buxum með pandamyndum.

Lögreglan birti teikningu af stúlkunni og biðlaði til almennings um aðstoð við að komast að hver hún væri.

Þann 11. mars lá ljóst fyrir að stúlkan hét Trinity Love Jones og var hún 9 ára þegar hún var myrt. Það var teikningin sem kom lögreglunni á sporið því einn uppljóstrara lögreglunnar kannaðist við stúlkuna og gat sagt hver hún var. Hann vissi þó ekki hvar móðir hennar væri.

En lögreglunni tókst að hafa upp á móður hennar, Taquesta Graham, 28 ára, þar sem hún var í haldi lögreglunnar vegna annars máls. Hún er grunuð um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Unnusti hennar, Emiel Hunt, 38 ára, er einnig grunaður um aðild að málinu og hefur hann verið handtekinn. Þau sitja í gæsluvarðhaldi.

Taquesta Graham
Emiel Hunt

Lögreglan telur að þau hafi myrt Trinty þann 1. mars og losað sig við líkið sama dag.

Hunt á 55 ára fangelsi yfir höfði sér en Taquesta á 28 ára fangelsi  yfir höfði sér.

Hunt hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi  og kynferðisofbeldi gegn barni en hann var dæmdur í 12 ára fangelsi 2005 fyrir slíkt brot. Taquesta hefur hlotið dóm fyrir vændi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár