Tveir hafa verið handteknir vegna málsins. Málið nær til 30 hótela í 10 borgum víða um landið. Földum myndavélum hafði verið komið fyrir í 42 herbergjum. Lögreglan segir að ekkert bendi til að hótelin hafi vitað af þessu eða tengist þessu á nokkurn hátt.
Myndavélarnar voru faldar í stafrænum sjónvarpsboxum, innstungum og hárblásarastöndum. Síðan var boðið upp á beinar útsendingar úr hótelherbergjunum á vefsíðu einni. Hún var með rúmlega 4.000 meðlimi sem greiddu 45 dollara á mánuði fyrir óheftan aðgang að útsendingunum.
Mál sem þessi eru ekki óalgeng í Suður-Kóreu og eru raunar mikið vandamál þar í landi. CNN segir að 2017 hafi lögreglunni verið tilkynnt um 6.400 slík mál en 2012 voru þau 2.400.