fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Slæmar fréttir fyrir unnendur gosdrykkja

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 08:02

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir gera sér eflaust grein fyrir að neysla gosdrykkja er ekki beinlínis heilsubætandi. Hún er slæm fyrir tennurnar og hætt er við að kílóunum fjölgi. Nú versnar enn í því ef miða má við niðurstöður nýrrar rannsóknar en þær sýna að neysla gosdrykkja eykur líkurnar á ótímabærum dauða.

Það voru vísindamenn við Harvard háskólann í Bandaríkjunum sem rannsökuðu áhrif mikillar gosdrykkjaneyslu á fólk og var sjónunum beint að sykruðum gosdrykkjum. Stórneytendur, það eru þeir sem drekka tvo eða fleiri gosdrykki á dag, eru 21 prósent líklegri til að deyja ótímabærum dauða en þeir sem drekka minnan en einn gosdrykk á mánuði.

En það er ekki það eina sem þessi mikla gosdrykkjaneysla gerir því stórneytendur eru 31 prósent líklegri til að deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma en aðrir og 16 prósent líklegri til að deyja af völdum krabbameins.

Vasanti Mali, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Reuters að í Bandaríkjunum drekki um helmingur landsmanna að minnsta kosti einn sykraðan drykk á dag. Ef þessum sykurdrykkjum sé skipt út með öðrum drykkjum, þá helst vatni, bæti fólk heilsu sína og lífslíkur.

Auk fyrrnefndra áhrifa þá eykur neysla á sykruðum drykkjum líkurnar á að fólk fái sykursýki, hjartasjúkdóma og ýmsa króníska sjúkdóma að sögn Malik. Þá þarf varla að taka fram að ofþyngd er einn fylgifiskur þessarar miklu neyslu.

En þeir sem ætla nú að söðla um og skipta yfir í sykurlausa gosdrykki eru ekki alveg sloppnir því vísindamennirnir segja að það sé ekki lausnin. Líkurnar á ótímabærum dauða eru aðeins minni ef fólk drekkur sykurlausa drykki í stað sykraðra. Konur, sem tóku þátt í rannsókninni, sem drukku þrjá eða fjóra sykurlausa gosdrykki á dag voru líklegri til að deyja ótímabærum dauða en aðrar konur.

Rannsóknin er byggð á gögnum um rúmlega 37.000 karla og 80.000 konur frá Bandaríkjunum. Vísindamennirnir tóku tillit til þátta eins og mataræðis, hreyfingar og ofþyngdar við gerð rannsóknarinnar.

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Circulation.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans