fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu – Síðan sá lögreglumaður „líkið“ hreyfast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 06:59

Sjúkrahúsið í Molde. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta mánuði var kona úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu í Molde í Noregi. Hún hafði fundist lífvana og köld í snjóskafli. Lögreglan var kölluð á vettvang til að rannsaka andlátið. Þegar lögreglumenn voru komnir á vettvang sá einn þeirra hið meinta lík hreyfast og gefa hljóð frá sér.

TV2 skýrir frá þessu. Lögreglan hefur staðfest að hafa fengið tilkynningu um andlát á sjúkrahúsinu í Molde og að lögreglumenn hafi verið sendir til að rannsaka hvort eitthvað refisvert hafi átt sér stað í tengslum við andlátið.

Eftir að lögreglumaðurinn sá hið meinta lík hreyfast hófust endurlífgunaraðgerðir. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki viljað skýra frá hversu lengi konan „var látin“ áður en endurlífgun hófst.

Heilbrigðisyfirvöld telja þetta vera alvarlegt atvik en segja að samt sem áður verði enginn heilbrigðisstarfsmaður látinn sæta ábyrgð. Þau hafa ekki viljað tjá sig neitt frekar um málið eða hvort þetta hafi haft afleiðingar á heilsufar konunnar.

TV2 segir að konan sé á lífi og hafi fengið bréf frá heilbrigðisyfirvöldum þar sem fram kemur að atvikið sé mjög alvarlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum