fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Fyrsta manneskjan á Mars verður væntanlega kona

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 21:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali í útvarpsþættinum Sciency Friday á föstudaginn skýrði Jim Bridenstine, yfirmaður bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, frá því að fyrsta manneskjan sem stígur fæti á Mars verði væntanlega kona. Hann vildi ekki segja hvaða kona en benti á að konur gegni stóru hlutverki í framtíðaráætlunum NASA.

BBC segir að ætlun NASA sé að senda fólk til Mars á fjórða áratug þessarar aldar.

En það er ekki bara á Mars sem konur munu koma við sögu því Bidenstein sagði einnig að næsta manneskjan, sem stígur fæti á tunglið, verði kona.

Það er meira á döfinni hjá konum í geimnum því í lok apríl munu Anne McIain og Christina Koch verða fyrstu konurnar til að fara í geimgöngu þar sem þær hreyfa sig frjálst um geiminn.

Frá því að fyrstu konurnar voru kynntar til sögunnar sem geimfarar 1978 hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Í dag er hlutfall kvenna meðal virkra geimfara hjá NASA 34 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verðandi milljarðamæringur myrti besta vin sinn

Verðandi milljarðamæringur myrti besta vin sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið