Það er því óhætt að segja að Google Earth hafi sparað fornleifafræðingunum töluverða vinnu liggjandi á höndum og fótum við að uppgröft á víðavangi.
Í umfjöllun TV2 um málið kemur fram að það sé kannski ekki auðvelt fyrir leikmenn að sjá ummerki um fornminjar á Google Earth en það sé hins vegar hægt.
Það þykir nokkuð sérstakt að finna fornminjar sem þessar á Sjálandi þar sem jarðvegurinn þar er mjög leirkenndur en það eru ekki bestu skilyrðin fyrir að sjá hluti sem þessa.
Það má þakka miklum hita og þurru sumri á síðasta ári að minjarnar fundust því þetta gerði að verkjum að mikill litamunur var á korni og öðrum gróðri og þannig sáust ummerkin um minjarnar vel úr lofti.