fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Skotárás í Utrecht í Hollandi – Margir særðir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 10:33

Frá vettvangi. Skjáskot af útsendingu SkyNews.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru særðir eftir skotárás í Utrecht í Hollandi að sögn lögreglunnar. RTV Utrecht segir að skotum hafi verið hleypt af nærri Oudenrijn sjúkrahúsinu í miðborginni.

Almenningssamgöngur í borginni hafa verið stöðvaðar og þrjár sjúkraþyrlur hafa verið sendar á vettvang. VG segir að umfangsmiklar lögregluaðgerðir standi nú yfir í borginni.

BBC segir að maður hafi skotið á farþega í sporvagni og séu margir særðir.

Í Twitterfærslu frá yfirvöldum kemur fram að maður hafi dregið upp byssu og skotið á nærstadda. Ekki er upplýst um alvarleika meiðsla en tekið fram að margir fái aðhlynningu á vettvangi.

Sky segir að árásarmaðurinn hafi flúið af vettvangi og staðfestir hollenska lögreglan það við þarlenda fjölmiðla. Ekki er vitað hver hann er eða hvaða ástæður liggja að baki ódæðinu.

ALgemeen Dagblad segir að samkvæmt frásögnum vitna sé ekki útilokað að fleiri en einn hafi verið að verki.

Hollenska lögreglan segir að hryðjuverkadeild hennar hafi verið send á vettvang sem bendir til að ekki sé talið útilokað að um hryðjuverk sé að ræða.

Uppfært klukkan 11.15

Fjöldi fólks var skotinn í sporvagni í miðborg Utrecht klukkan 10.45 í morgun. Hollenskri fjölmiðlar segja að tveir árásarmenn gangi lausir í borginni og leitar fjölmennt lögreglulið þeirra.

Margir eru sagðir særðir en skotið var á fólk af handahófi í sporvagninum og utan hans.

Hollenska dagblaðið AD segir að margir hafi verið skotnir en ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand þeirra. Hlúð er að særðum á vettvangi og verið er að flytja fólk á sjúkrahús. Þrjár læknaþyrlur voru sendar á vettvang auk fjölda sjúkrabíla.

Vegir í borginni eru lokaðir fyrir almennri umferð til að neyðarbílar komist hratt leiðar sinnar. Lögreglan segir ekki enn ljóst hversu margir voru skotnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti