fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að íbúar í fjölbýlishúsaþyrpingu á Austurbrú í Kaupmannahöfn séu felmtri slegnir eftir að lögreglan skýrði frá handtöku 26 ára karlmanns sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjá íbúa í þyrpingunni.

Málið komst í fréttirnar laugardaginn 9. mars síðastliðinn en þá skýrði lögreglan í Kaupmannahöfn frá því að hún hefði handtekið ungan mann sem væri grunaður um að hafa myrt 81 árs konu, íbúa í fjölbýlishúsaþyrpingunni, og að hafa stolið greiðslukorti hennar og notað. Morðið var framið á fimmtudeginum en lögreglan hélt málinu leyndu á meðan frumstig rannsóknarinnar stóð yfir en það leiddi til handtöku mannsins. Það var notkun hins grunaða á greiðslukorti konunnar sem kom lögreglunni á slóð hans.

Á föstudaginn skýrði lögreglan frá því að grunur leiki á að maðurinn hafi myrt að minnsta kosti tvö íbúa til viðbótar í fjölbýlishúsaþyrpingunni á undanförnum vikum. Um var að ræða fólk á níræðisaldri. Lögreglan óttast að fórnarlömbin séu fleiri og er nú að rannsaka dauðsföll í húsunum frá því í byrjun síðasta árs. Í þessari fjölbýlishúsaþyrpingu, sem er við Vangehusvej, býr margt eldra fólk en einnig ungt fjölskyldufólk. Einnig kom fram að rannsóknin muni teygja sig út fyrir þessa fjölbýlishúsaþyrpingu og ná til nærliggjandi svæða og jafnvel annarra lögregluumdæma.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla var fólkið myrt frá 7. febrúar til 7. mars.

Vangehusvej. Mynd:Google Maps

Á fréttamannafundi lögreglunnar á föstudaginn kom fram að í kjölfar handtöku mannsins, sem er 26 ára karlmaður frá Súdan sem er danskur ríkisborgari, hafi íbúar í og nærri Vangehusvej sett sig í samband við lögregluna og lýst yfir áhyggjum sínum yfir fleiri grunsamlegum dauðsföllum að undanförnu. Á þeim grunni var farið að rannsaka málin og nær rannsóknin aftur til janúar 2018. Lögregluna grunar að maðurinn hafi myrt að minnsta kosti tvo til viðbótar á þessum tíma.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald og dómari lagði bann við að nafn hans yrði birt opinberlega. Því mega fjölmiðlar lítið segja um hann annað en aldur hans og uppruna. Þá hefur komið fram að hann hafi verið virkur í tónlistarlífi í Kaupmannahöfn.

Lögreglan telur að maðurinn hafi kyrkt tvö fórnarlamba sinna, 80 ára karl og 83 ára konu. Ekki hefur komið fram hver dánarorsök 81 árs konunnar var. Lík annarrar konunnar var brennt svo lögreglan getur ekki gert neinar rannsóknir á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum