fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch náði ekki að ljúka verki sínu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. mars 2019 06:28

Frá vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að Brenton Tarrant, sem er talinn hafa skotið 49 til bana í tveimur moskum í Christchurch í gær hafi ekki náð að ljúka ætlunarverki sínu áður en lögreglan handtók hann.

The Guardian og Reuters skýra frá þessu. Haft er eftir Ardern að Tarrant hafi verið með fimm skotvopn á sér þegar hann var handtekinn, þar af tvö hálfsjálfvirk. Ardern segir að hann hafi verið staðráðinn í að halda árásum sínum áfram þegar hann var handtekinn.

Tarrant var handtekinn 36 mínútum eftir að fyrsta neyðarkallið barst til lögreglunnar.

Ardern sagði ekki hvaða fyrirætlanir Tarrant hefði verið með.

Meirihluti 49 fórnarlamba hans voru karlmenn á aldrinum 30 til 40 ára að sögn heilbrigðisyfirvalda í Christchurch. Meðal særðra og látinna eru einnig börn, konur og eldra fólk.

Tarrant var færður fyrir dómara seint í gærkvöldi að íslenskum tíma og var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið