Hann sagði fólki að gæta að sér og vera á varðbergi, ekki væri öruggt að hættuástandið væri yfirstaðið og hvatti hann fólk til að halda kyrru fyrir og læsa húsum. Hann sagði að lögregla og björgunarlið í borginni væru komin að þolmörkum og nú væri verið að flytja lögreglumenn flugleiðis til borgarinnar frá öðrum borgum í landinu.
Ljóst er að margar spurningar munu vakna í kjölfar árásanna en byssulöggjöfin er mjög ströng í landinu og því hljóta margir að velta fyrir sér hvernig árásarmennirnir komust yfir skotvopn og sprengiefni.