Þeir segja að þeir hafi tilnefnt Greta því ef ekkert verður að gert í loftslagsmálum muni stríð, deilur og flóttamenn verða afleiðing þeirra. Freddy André Øvstergård, úr Sósíalíska vinstriflokknum, segir að Greta hafi stofnað fjöldahreyfingu sem hann líti á sem stórt framlag til friðar. Hann tilnefndi Grete ásamt tveimur flokksbræðrum sínum.
Fáir þekktu Greta Thunberg fyrir hálfu ári síðan en þá settist hún fyrir utan sænska þinghúsið með skilti sem á stóð: „Skólaverkfall fyrir loftslagsmálin“. Síðan þá hefur hún skrópað í skóla alla föstudaga til að mótmæla og krefjast aðgerða stjórnmálamanna. Hún er orðinn vel þekkt um allan heim og hefur komið fram og flutt ræður á loftslagsráðstefnu SÞ og á fundi World Economic Forum í Davos.