Hópur vísindamanna frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð gerði rannsóknir á ís úr Grænlandsjökli og sótti ís langt niður í jökulinn. Leitað var að ummerkjum um geislavirka vinda sem hefðu skollið á jörðinni á síðustu 100.000 árum.
Í ljós kom að sólstormar, sem hafa verið skráðir til þessa, voru bara veikburða í samanburði við eldri storma. Þetta þýðir að sólstormar geta verið „enn öflugri en mælingar hafa sýnt til þessa“ og gætu verið mikil ógn við nútímafólk.
Rannsóknin leiddi í ljós að gríðarlega öflugur sólstormur skall á jörðinni 660 fyrir krist. Ef svo öflugur sólstormur skellur á jörðinni núna myndi það hafa gríðarlega áhrif á tæknivætt nútímasamfélagið segir Raimund Muscheler, prófessor í jarðfræði við háskólann í Lundi.
Sólstormar verða þegar sólin sendir frá sér orkumiklar rafagnir í kjölfar sprenginga á yfirborði hennar. Gervihnöttum, fjarskiptakerfum, flugumferðarstjórn og rafkerfum stafar mikil hætta af þessu.
Muscheler segir að skjótra aðgerða sé þörf til að tryggja að við getum tekist á við sterka sólstorma.