fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Sara Rún um uppáhaldssjónvarpsstjörnuna sína – „Ég tel að ég sé svolítið greindari en hún“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 07:01

Sara Rún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Rún Ísafold er tvítug og tekur um þessar mundir þátt í raunveruleikaþættinum Ex on the Beach á TV3 sjónvarpsstöðinni í Danmörku eins og DV skýrði frá fyrr í vikunni. Söru dreymir um að verða vinsæl á samfélagsmiðlum þegar þættirnir hafa runnið sitt skeið á enda en sýningar á þeim standa nú yfir. Hún hefur búið í Danmörku stóran hluta ævi sinnar og er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Ex on the Beach að þessu sinni.

Þættirnir ganga út á að hópi fólks er komið fyrir á suðrænum slóðum þar sem dvalið er með fyrrverandi elskhugum og ástkonum. Að jafnaði er mikil áfengisneysla í þáttunum og síðan eru gamlir elskhugar og ástkonur fengin til að koma á staðinn og vita þátttakendur ekki fyrirfram hverjir munu koma. Þetta veldur að sögn oft miklum úlfaþyt meðal þátttakendanna og miklu drama.

En þessir þættir eru ekki einu raunveruleikaþættirnir í dönsku sjónvarpi því þeir eru ótal margir. Sama fólkið kemur oft fram í mörgum þeirra og virðist eiginlega hafa lifibrauð sitt af að koma fram í slíkum þáttum. Á vef realityportalen.dk var í gær fjallað lítillega um Söru Rún og hvaða raunveruleikastjörnu hún heldur mest upp á.

Það er Amalie Szigethy segir Sara Rún.

„Ég virði hana mikils. Sérstaklega þar sem hún hefur þroskast svo mikið síðan hún var með í Paradise Hotel (önnur raunveruleikaþáttaröð, innsk. blaðamanns). Hún er svo góð og ég elska hana bara. Það er ekki af því að mér finnist ég líkjast henni því ég tel að ég sé svolítið greindari en hún. Ég meina ekkert slæmt með þessu. En það sem hún gerir er svo flott. Hún hefur staðið sig rosalega vel.“

Amalie Szigethy er vinsæll bloggari og Instagramstjarna og Sara á sér einnig draum um að feta í fótspor hennar. Hún segist lengi hafa hugleitt að stofna YouTube-rás og stefnir nú á að hrinda því í framkvæmd þegar Ex on the Beach lýkur. Hún vonast til að þátttaka hennar í þáttunum auðveldi henni að afla sér fylgjenda á samfélagsmiðlunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum