fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

„Að svona stór flugvél geti horfið sporlaust í dag er óskiljanlegt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 05:58

Vél frá Malaysia Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru um fimm ár liðin frá því að flug MH370 frá Malaysia Airlines hvarf yfir Indlandshafi þegar vélin var á leið frá Kuala Lumpur Malasíu til Peking í Kína. Um borð í vélinni, sem var af gerðinni Boeing 777, voru 239 manns. Ekki er enn vitað hver örlög vélarinnar voru. Þrátt fyrir margra ára leit hefur lítið fundist af braki úr vélinni og fólk er engu nær um hvar hún gæti hafa endað för sína.

Nýlega fóru 50 ættingjar Kínverja, sem voru um borð í vélinni, til Kuala Lumpur til að minna á að fimm ár eru liðin frá hvarfi vélarinnar og til að þrýsta á yfirvöld í Malasíu um að halda áfram leit að vélinni.

Áströlsk yfirvöld stýrðu leitinni árum saman og var leitað á 120.000 ferkílómetra svæði í Indlandshafi en án árangurs. Leit var hætt í janúar 2017. Það litla brak sem hefur fundist úr vélinni fannst á eyjunni Reunion og nokkrum öðrum eyjum við austurströnd Afríku.

Í skýrslu frá því í júlí á síðasta ári kemur fram að stefnu flugvélarinnar hafi verið breytt handvirkt af einhverjum um borð en í skýrslunni var ekki hægt að skera frekar úr um hvað gerðist eða hver var að verki. Rannsókn á bakgrunni áhafnarinnar og farþega hefur ekki leitt neitt í ljós.

„Að svona stór flugvél geti horfið sporlaust í dag er óskiljanlegt.“

Hefur CNN eftir Muguel Marin hjá Air Navigation Bureau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift