fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Drekktu minna áfengi – Áfengið veldur meiri skaða eftir því sem aldurinn færist yfir fólk

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikilvægt fyrir eldra fólk að vera meðvitað um áfengisneyslu sína. Eftir því sem aldurinn færist yfir glímir fólk oftar við timburmenn og hættan á að líkaminn verði fyrir tjóni og sjúkdómum eykst.

Þetta er ekki bara eitthvað sem fólk segir heldur kemur þetta fram í nýrri sænskri skýrslu. Fram kemur að með aldrinum minnki vöðvahlutfallið í líkamanum sem og magn vatns. Þetta veldur því að magn áfengis í blóðinu verður meira og varir lengur en á yngri árum.

Sven Andresson, prófessor við Karólínsku stofnunina, segir að þetta geti skýrt af hverju hættan á sjúkdómum og slysum aukist við áfengisneyslu og það þótt neyslan sé mjög lítil. Í skýrslunni kemur fram að eldra fólk sé viðkvæmara fyrir áhrifum áfengis, bæði til lengri og skemmri tíma.

Það voru IOGT-NTO, Samtök sænskra lækna, Samtök sænskra hjúkrunarfræðinga og Gautaborgarháskóli sem komu að gerð skýrslunnar.

Í umfjöllun um málið hefur Jótlandspósturinn eftir Jens Meldgaard Bruun, prófessor og yfirlækni við háskólasjúkrahúsið í Árósum að eftir því sem fólk eldist sé minna kalk í beinum þess og sumir glími við beinþynningu. Þetta í bland við áfengisneyslu auki líkurnar á að detta og verða fyrir meiðslum. Hann sagði að það væri því miður ekki til neinn kraftaverkakúr við timburmönnum og einfaldasta lausnin væri einfaldlega að drekka minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga