fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Niðurskurður Theresa May hjá bresku lögreglunni harðlega gagnrýndur – Aldrei fleiri stungnir til bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. mars 2019 22:00

Jodie Chesney var stungin til bana um síðustu helgi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa fleiri verið stungnir til bana á Bretlandseyjum en á undanförnum misserum. Unglingar eru sérstaklega áberandi meðal fórnarlambanna og fjölmiðlar fjalla mikið um málin. Mikill þrýstingur er á Theresa May, forsætisráðherra, vegna þessa en margir telja að stefna hennar í fyrra embætti hennar eigi stóran hlut að máli varðandi ofbeldið.

Flest fórnarlambanna eru svört og koma úr fátækum hverfum og það sama á við um gerendurnar. Um helgina var Jodie Chesney, frá Lundúnum, stungin til bana þar sem hún sat á leikvelli með vinum sínum og skemmti sér. Hún var hvít á hörund. Ekki er vitað hver myrti hana. Daginn eftir morðið var Yousef Makki, 17 ára frá Trafford hverfinu í Manchester, einnig stunginn til bana. 17 ára piltur var handtekinn vegna málsins.

Á miðvikudagskvöldið var karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana í Leyton í Lundúnum.

Á síðasta ári voru öll met slegin varðandi fjölda þeirra sem voru stungnir til bana en fórnarlömbin voru 285 í Englandi og Wales og hafa aldrei verið fleiri síðan 1945. Góðgerðarsamtökin Street Doctors segja að ofbeldi sé þriðja algengasta dánarorsök ungra Breta.

May hefur verið gagnrýnd harðlega vegna þessa en hún var innanríkisráðherra frá 2010 til 2016 og stóð fyrir stórfelldum niðurskurði hjá lögreglunni. Fækkað var um 21.000 lögreglumenn í landinu.

Þetta var liður í sparnaðaraðgerðum sem íhaldsmenn stóðu fyrir og hófu þegar þeir tóku við völdum 2010. Lögreglunni hefur verið hlíft við frekari niðurskurði síðan 2015 en lögreglumönnum hefur ekki verið fjölgað og vísbendingar eru á lofti um að pappírsvinna lögreglumanna hafi aukist og þar með dregið úr viðveru þeirra á götu úti.

Á embættistíð sinni í innanríkisráðuneytinu dró May einnig úr hinni umdeildu „stop and search“ heimild lögreglunnar en samkvæmt henni mátti lögreglan stoppa hvern sem er og leita á viðkomandi, til dæmis að hnífum. Þessi heimild var mjög umdeild þar sem svart fólk var frekar stöðvað en hvítt og var því hávær umræða um að heimildin ýtti undir kynþáttahyggju.

May vísað því á bug á mánudaginn að hnífamorðin tengist niðurskurðinum sem hún stóð fyrir hjá lögreglunni. En á þriðjudaginn sagði Cressida Dick, lögreglustjóri hjá Lundúnalögreglunni, á Radio 4 að hún telji samhengi á milli fjölda lögreglumanna á götum úti og fjölda ofbeldisverka.

„Að sjálfsögðu er það þannig, það geta allir séð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli