Parið telur sig ekki eiga að greiða meðlag til konu sem sveik það og stal börnum þess, að þeirra mati. Áfrýjunarnefndin segir í úrskurði sínum að kringumstæður málsins hafi verið teknar með þegar úrskurðað var en það breyti ekki niðurstöðunni, faðirinn á að greiða meðlag.
„Mér finnst þetta einfaldlega fáránlegt. Hún hafði lofað okkur að við fengjum börnin. Hún hélt þeim síðan sjálf og það hefur afleiðingar. Það er því ekki sanngjarnt að hún geti krafist meðlags.“
Sagði faðirinn í samtali við TV2. Fólkið vill ekki koma fram undir nafni þar sem málið hefur reynst þeim mjög erfitt.
Í heimildamynd TV2, Den falske rugemor, var fjallað um staðgöngumóðurina en hún hefur svikið þrjú barnlaus pör. Í upphafi var ekki öruggt hver væri faðir tvíburana en DNA-rannsókn leiddi í ljós hver faðirinn var og í framhaldinu var hann krafinn um meðlag sem nemur tæplega 50.000 íslenskum krónum á mánuði. Honum hefur verið úrskurðuð hálfrar klukkustundar umgengni við tvíburana aðra hvora viku heima hjá staðgöngumóðurinni. Hann er ósáttur við þetta og hefur krafist meiri samveru. Hann hefur ekki nýtt sér umgengnisréttinn til þessa þar sem hann segir tímann svo stuttan hverju sinni að hann nái ekki að mynda nein tengsl við börnin.