fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Rússar komu 138 mismunandi sögum af stað um atburðina í Salisbury

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 21:30

Skripalfeðginin á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er um eitt ár liðið síðan rússneskir leyniþjónustumenn eitruðu fyrir Sergej Skripal og Yulia dóttur hans í Salisbury á Englandi. Þeir notuðu taugaeitrið Novichok en það er baneitrað og þarf aðeins lítilræði af því til að verða fólki að bana. Rússar hafa alla tíð neitað að hafa átt hlut að máli en á Vesturlöndum er það ekki tekið trúanlegt enda benda gögn málsins til hins gagnstæða. Nú hefur komið fram að í kjölfar þess að málið kom upp komu Rússar 138 sögum, kenningum og útskýringum af stað til að reyna að rugla fólk í rýminu um hver sannleikur málsins er.

Sergej Skripal er fyrrum liðsmaður rússnesku leyniþjónustunnar og þyrnir í augum rússneskra ráðamanna því hann sveik lit og gekk Bretum á höndum fyrir nokkrum árum.

Morðtilræðið vakti mikla athygli um allan heim sem og uppljóstranir í kjölfar þess. Það voru því ekki aðeins vestrænir fjölmiðlar sem fjölluðu um það heldur einnig fjölmiðlar í flestum heimsálfum. Tveir enskumælandi fjölmiðlar, sem er stýrt af rússneskum yfirvöldum, fjölluðu einnig um málið. Þetta eru RT (Russia Today) og Sputnik. Báðir þessir miðlar birtu fréttir, staðreyndir, staðleysur og lygasögur um málið.

Í heildina sendu Rússar frá sér 138 sögur eða kenningar um málið, oft misvísandi og rangar, eftir því sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanan við King‘s College í Lundúnum. Rannsókn þeirra byggir á umfjöllun fjölmiðla í fjórar vikur eftir tilræðið.

Þessir tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar eru taldir hafa eitrað fyrir feðginunum.

Um taugaeitrið Novichok var 20 mismunandi sögum dreift. Ein þeirra hljóðaði upp á að það hafi eða gæti komið frá Porton Down sem er tilraunastofa á vegum breska hersins nærri Salisbury. Önnur var að eitrið væri ekki frá Rússlandi. Sú þriðja að það væri frá Rússlandi en ekki frá ríkinu. Fjórða var að Novichok hefði ekki verið notað. Sú fimmta að hugsanlega hefði Skripal sjálfur átt eitrið. Sú sjötta að Rússar hefðu eytt öllum birgðum sínum af eitrinu eftir hrun Sovétríkjanna. Sú sjöunda að Rússa hefðu aldrei átt Novichok og sú áttunda að eitrið gæti verið frá öðru fyrrum ríki Sovétríkjanna.

Rússnesku ríkisfjölmiðlarnir reyndu sem sagt ekki endilega að sannfæra almenning um að þeirra útgáfa af sögunni væri sönn. Þess í stað var reynt að dreifa svo mörgum mismunandi sögum að fólk væri í vafa um hvað væri satt og hvað væri logið.

Dr. Gordon Ramsay, sem vann að rannsókninni, sagði í tengslum við útgáfu hennar að fréttir RT og Sputnik af málinu hafi borið öll einkenni villuleiðandi fréttaflutnings. Reynt hafi verið að sá efasemdum og óvissu með því að flytja margar misvísandi fréttir og samsæriskenningar.

Skripalfeðginin eru nú í felum og njóta lögregluverndar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn