fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Emanuela hvarf fyrir 36 árum – Dularfull vísbending: „Sjáðu hvert engillinn bendir“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 05:59

Emanuela Orlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1983 hvarf Emanuela Orlandi á götum Rómarborgar og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Hvarf hennar hefur verið uppspretta ótal samsæriskenningar allar götur síðan hún hvarf. Því hefur meðal annars verið haldið fram að mafían hafi verið viðriðin málið, að henni hafi verið rænt og að leynilegur kynlífshringur hafi numið hana á brott.

En hvað sem öllum samsæriskenningum líður þá er ekkert vitað um örlög Emanuela. Hún var á leið heim úr tónlistarkennslu þegar hún hvarf í júní 1983.

Nýlega fékk fjölskylda hennar dularfulla ábendingu í bréfi um að Emanuela sé grafin í grafhvelfingu í Páfagarði. Grafhvelfingin nefnist Teutonic og er ætluð fólki frá Þýskalandi, Austurríki, Hollandi og flæmska hluta Belgíu.

Fyrir ofan hvelfinguna er stytta af engli sem bendir til jarðar.  Í bréfinu stendur:

„Sjáðu hvert engillinn bendir.“

Í framhaldi af þessu hefur Orlandi-fjölskyldan beðið Páfagarð um að fara yfir allar skýrslur um grafhvelfinguna og opna hana til að kanna hvort líkamsleifar Emanuela séu þar inni.

The Telegraph segir að samkvæmt umfjöllun ítalska dagblaðsins Corriere della Sera hafi komið í ljós að grafhvelfingin hafi veirð opnuð að minnsta kosti einu sinni frá því að henni var lokað fyrir margt löngu. Á henni er áletrun til heiðurs þýska prinsinum Gustavo von Hohenlohe sem var gerður að erkibiskupi 1857.

Laura Sgró, lögmaður Orlandi-fjölskyldunnar, segir í bréfi til Páfagarðs að einhverjir hafi vitað að hugsanlega væri lík Emanuela verið falið í grafhvelfingunni. Hún segir að einhver hafi árum saman komið reglulega að hvelfingunni og skilið blóm eftir þar.

Talsmaður Páfagarðs hefur staðfest að bréf frá Sgró hafi borist og verið sé að íhuga hvernig bregðast eigi við því.

Frans páfi tilkynnti nýlega að hann ætli að opna skjalageymslu Páfagarðs með gögnum sem tengjast valdatíð Píusar XII en hann hefur verið sakaður um að hafa ekki mótmælt ofsóknum nasista gegn gyðingum né Helförinni.

Faðir Emanuela var starfsmaður Páfagarðs og bjó fjölskyldan í Páfagarði sem er minnsta sjálfstæða ríki heims. Emanuela var einnig ríkisborgari í Páfagarði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“