fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Tölvuárásir Norður-Kóreu rista dýpra en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 23:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa tölvuþrjótar í tölvuþrjótadeild Norður-Kóreu (hún er örugglega ekki nefnd því nafni þar í landi) verið sakaðir um margar tölvuárásir. Hópurinn er almennt nefndur Lazarus-hópurinn. Þar má nefna árásir á Sony Picutres 2014, seðlabanka Bangladess 2016 og hin illræmda WannaCry vírus sem herjaði á tölvur víða um heim 2017. Nú hefur tölvuöryggisfyrirtækið McAfee komist að því að sami hópur tölvuþrjóta hefur enn fleiri tölvuárásir á samviskunni.

Lengi hefur verið vitað að Norður-Kóreumenn eru öflugir á þessu sviði og talið er að tölvuþrjótarnir séu undir beinni stjórn leiðtoga landsins. Samkvæmt rannsókn McAfee teygja tölvuárásir Lazarus-hópsins sig lengra aftur en talið var og eru mun umfangsmeiri. The Times skýrir frá þessu í umfjöllun um skýrslu McAfee. Þar kemur fram að hópurinn hafi að öllum líkindum staðið að „Operation Sharpshooter“ í október og nóvember á síðasta ári. Um er að ræða stóra tölvuárás sem var hugsanlega hrundið af stað 2017. Þrjótunum tókst að brjótast inn í tölvur 87 samtaka og fyrirtækja, aðallega í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Tyrklandi, og komast yfir gögn og njósna.

Í Bretlandi voru það fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum, fjármálageiranum og fjarskiptum sem þrjótunum tókst að brjótast inn hjá. Í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Tyrklandi voru það meðal annars orkufyrirtæki og fyrirtæki sem vinna með kjarnorku og varnarmál sem voru skotmörkin. Þá sýnir skýrsla McAfee að þrjótarnir reyndu að komast nærri ríkisstjórnum. Ekki er enn ljóst hversu mikið af gögnum þeir komust yfir.

Þá leiddi rannsókn McAfee í ljós að Lazarus-hópurinn hefur tengsl við Namibíu en þar hafa minniháttar tölvuárásir verið gerðar í tilraunaskyni áður en látið hefur verið til skarar skríða af fullum þunga á Vesturlöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“