fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Afdráttarlaus niðurstaða nýrrar rannsóknar – Engin tengsl á milli bólusetninga og einhverfu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 05:59

Svo virðist sem ekki hafi allt verið með felldu við bólusetningu barnanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný stór dönsk rannsókn á tengslum bólusetninga og einhverfu veitti mjög afdráttarlaus svör. Lengi hefur sú kenning verið á lofti að tengsl séu á milli bólusetninga og einhverfu. Þetta hafa andstæðingar bólusetninga óspart notað og á þetta sinn þátt í að bólusetningarhlutfall hefur farið lækkandi víða á Vesturlöndum. Ein afleiðing þess eru mislingar en þeir hafa færst í aukana að undanförnu og mislingafaraldrar hafa geisað víða um heim, þar á meðal í Evrópu.

Danska ríkisútvarpið segir að 650.000 dönsk börn hafi tekið þátt í rannsókninni. Niðurstaða hennar er að engin tengsl eru á milli bólusetninga og einhverfu. Rannsakað var hvort bólusetningar við mislingum, rauðum hundum og hettusótt tengdust einhverfu.

Anders Hviid, hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að mýtan um tengsl einhverfu og bólusetninga hafi verið við lýði í rúmlega 20 ár. Það sé mikilvægt að koma með traust vísindaleg svör við þessari mýtu. Af þeim sökum réðst hann, ásamt fleirum, í gerð rannsóknar á 657.461 dönsku barni. Niðurstaðan er eins og fyrr greinir afdráttarlaus um að engin tengsl eru á milli bólusetninga og einhverfu. Einhverfa er jafnmikil hjá börnum sem voru bólusett við fyrrgreindum sjúkdómum og þeim sem ekki fengu bólusetningar.

„Niðurstaðan er vel rökstudd. Við sjáum ekkert samhengi.“

Sagði Hviid.

Danska smitsjúkdómastofnunin gerði álíka rannsókn 2002 á rúmlega hálfri milljón danskra barna og var niðurstaðan sú sama, bólusetningarnar juku ekki líkurnar á einhverfu. Þá var ekki rannsakað sérstaklega hvort tengsl gætu verið á milli bólusetninga og einhverfu hjá þeim sem eru í meiri hættu á að verða einhverfir. Þar er meðal annars átt við systkin einhverfra barna eða börn mæðra sem reyktu á meðgöngu. Þessir hópar eru í aðeins meiri hættu á að verða einhverfir en aðrir hópar.

Í nýju rannsókninni var þetta einnig rannsakað og niðurstaðan er sú sama, það eru engin tengsl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“