Washington Post skýrir frá þessu. Stern, sem er 54 ára, segir að hann hafi lokið við erfiða og hættulega hluta verkefnisins. Hann segir að honum hafi tekist að komast til þessara metorða með því að leika á félaga samtakanna.
Jeff Schoep, fyrrum leiðtogi samtakanna, var leiðtogi þeirra frá 1994. Hann segir að Stern hafi „blekkt“ hann. Hann segir Stern hafa sannfært hann um að nauðsynlegt væri að hann tæki við sem leiðtogi samtakanna til að vernda þau í málaferlum sem eru í gangi. Schoep er sagður hafa beðið Stern um ráð vegna málsins en það varðar átök í tengslum við mótmæli í Charlottesville 2017.
Schoep viðraði þá hugmynd sína að leggja samtökin niður en Stern taldi hann á að láta honum eftir stjórnartaumana og það ætlar hann að nýta sér til að eyðileggja samtökin innanfrá. Hann ætlar meðal annars að biðja dómstólí Virginíu að sakfella samtökin fyrir aðild að blóðugum átökum í Charlottesville.
Samtökin hafa bætt miklum fjölda félagsmanna við sig að undanförnu en á sama tíma hafa innbyrðist átök leikið þau grátt.