fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ótrúlegt en satt – Svartur maður er leiðtogi samtaka nýnasista

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 05:59

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarti mannréttindafrömuðurinn James Stern hefur tekið við sem formaður einu stærstu samtaka bandarískra nýnasista, National Sociallist Movement. Stern hefur heitið því að nýta þessa nýja stöðu sína til að reyna að gera út af við samtökin.

Washington Post skýrir frá þessu. Stern, sem er 54 ára, segir að hann hafi lokið við erfiða og hættulega hluta verkefnisins. Hann segir að honum hafi tekist að komast til þessara metorða með því að leika á félaga samtakanna.

Jeff Schoep, fyrrum leiðtogi samtakanna, var leiðtogi þeirra frá 1994. Hann segir að Stern hafi „blekkt“ hann. Hann segir Stern hafa sannfært hann um að nauðsynlegt væri að hann tæki við sem leiðtogi samtakanna til að vernda þau í málaferlum sem eru í gangi. Schoep er sagður hafa beðið Stern um ráð vegna málsins en það varðar átök í tengslum við mótmæli í Charlottesville 2017.

Schoep viðraði þá hugmynd sína að leggja samtökin niður en Stern taldi hann á að láta honum eftir stjórnartaumana og það ætlar hann að nýta sér til að eyðileggja samtökin innanfrá. Hann ætlar meðal annars að biðja dómstólí Virginíu að sakfella samtökin fyrir aðild að blóðugum átökum í Charlottesville.

Samtökin hafa bætt miklum fjölda félagsmanna við sig að undanförnu en á sama tíma hafa innbyrðist átök leikið þau grátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin