fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Fóru upp á loft til að laga leka – Græddu milljarða á því – Þjófarnir naga sig í handarbökin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. mars 2019 07:15

Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var svo sannarlega ferð til fjár þegar hjón, sem búa í Toulouse í Frakklandi, fóru upp á háaloft 2014 til að laga þakið en það lak. Uppi á lofti hnutu þau um málverk sem þeim fannst athyglisvert enda var það greinilega mjög gamalt. Þau settu sig í samband við listaverkasala sem hafði áður selt fornmuni fyrir þau. Þá fór málið að vinda heldur betur upp á sig.

Málverkið reyndist vera frá 1607 og eftir hinn heimsþekkta málara Carvaggio. Málverið verður selt á uppboði í sumar og er reiknað með að það seljist fyrir sem nemur um 20 milljörðum íslenskra króna. Það verður því væn upphæð sem mun koma í hlut hjónanna.

The Guardian segir að leiðin að uppboðinu hafi verið löng og á köflum ströng. Ekki voru allir sannfærðir um að verkið væri eftir Carvaggio og heitar umræður fóru fram meðal sérfræðinga um þetta. En á endanum var staðfest að verkið sé eftir Carvaggio. Þegar sú niðurstaða lá fyrir 2016 lögðu frönsk yfirvöld blátt bann við að málverkið yrði flutt úr landi þar sem hér væri um einstök menningarverðmæti að ræða.

Louvre-safninu var boðið að skoða málverkið og kaupa það en safnið hafnaði boðinu því það hefði kostað það um 100 milljónir evra að kaupa málverkið en það eru þær fjárveitingar sem safnið hefur til listaverkakaupa á ári hverju. Nú stefnir því í að málverkið verði selt á uppboði til hæstbjóðanda. Reiknað er með að það seljist fyrir rúmlega 100 milljónir evra.

En hætt er við að einhversstaðar í Frakklandi sitji nú þjófagengi og nagi sig í handarbökin. Fyrir nokkrum árum var brotist inn hjá hjónunum og þjófar létu greipar sópa um háaloftið. Þar tóku þeir meðal annars gamlar ilmvatnsflöskur en málverkið létu þeir alveg eiga sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé