Athugulir aðdáendur drottningarinnar hafa nefnilega tekið eftir að stór fjólublár blettur er á vinstra handarbakinu. Þetta hratt af stað miklum Twitterstormi þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum sínum af heilsufari drottningarinnar.
En eftir því sem læknar segja þá er þetta ekki merki um að hin 92 ára drottning sé í bráðri lífshættu en hins vegar er þetta ekki góðs viti. Ekki er óalgengt að eldra fólk fái bletti sem þessa en þeir orsakast af of litlu blóðstreymi af völdum æðakölkunar. Hún leggst yfirleitt fyrst á fætur fólks og síðan hendur.
Ekki er óeðlilegt að æðakölkun leggist á fólk sem er orðið vel roskið eins og Elísabet II er. Þá hefur verið bent á að móðir drottningarinnar hafi glímt við blóðskort sem þennan og hafi oft sést með fallega Disneyplástra á handarbökunum til að hylja blettina.