Í myndinn er rætt við og fylgst með fólki sem trúir af lífi og sál að jörðin sé flöt og að allt tal um að hún sé hnöttótt sé bara samsæri stjórnvalda víða um heim. Fylgst er með samkomum flatjarðarsinna þar sem fólk meðtekur boðskapinn. Í lok myndinnar er vægast sagt vandræðalegt atriði þegar áhangendur þessarar skoðunar sanna óvart að jörðin er hnöttótt.
Í lok myndarinnar gerir Jeran Campanella, sem stýrir YouTuberás flatjarðarsinna, tilraun með ljósi. Hann útskýrir að með tilrauninni eigi að sanna að jörðin sé flöt. Í henni felst ljós er látið skína í gegnum göt á frauðplasti. Tvö frauðplöst voru notuð og sett upp í sömu hæð og ljósgjafinn með ákveðnu millibili. Hann segir að ljósið eigi að sjást í myndavél sem er aftan við síðara gatið og þannig sjáist að jörðin sé flöt. Ef það þurfi hins vegar að hækka ljósið til að það sjáist í gegnum götin þá bendi það til þess að jörðin sé ávöl og sanni að hún sé ekki flöt.
Og viti menn, þegar tilraunin var gerð þurfti að hækka ljósið til að það skini í gegnum götin. Það sannar þá einmitt að jörðin er ekki flöt.
„Áhugavert. Þetta er athyglisvert.“
Segir hann þegar þetta er ljóst en það eru jafnframt lokaorðin í myndinni.